Hljóðfæri sem í boði er að læra á í Tónlistarskólanum í Fellabæ.
Málmblásturshljóðfæri: Málmblásturshljóðfæri eiga það sameiginlegt að munnstykkið er búið til úr málmi eða látúni. Munnstykkið er kúpt og hljóð myndast þegar varir hljóðfæraleikarans titra við blástur í það.Málmblásturhljóðfæri í boði eru.
- Básúna
- Horn
- Tromtet
- Túba
Tréblásturshljóðfæri: Tréblásturshljóðfæri eiga það sameiginlegt að í munnstykki þeirra er tré, eða reyrblað sem titrar þegar blásið er í hljóðfærið og þannig myndast hljóð.
Tréblásturshljóðfæri í boði eru.
- Blokkflauta
- Klarinett
- Þverflauta
- Óbó
- Saxófónn
Píanó: Píanó er vinsælt hljóðfæri og á sér langa sögu. Inn í kassa píanósins eru strengir sem þar til gerðir hamrar slá á er leikið er á nótnaborð þess. Þannig má segja á píanó sé strengja hljóðfæri eða jafnvel ásláttarhljóðfæri.
Gítar, Bassi og Ucculele: Gítar er strengjahljóðfæri og hefur oftast 6 strengi. Klassískur gítar hefur strengi úr næloni en kassa-og rafgítarar hafa strengi úr nikkel eða stáli. Síðan slær eða plokkar maður strengina og myndar annað hvort hljóma eða spilar laglínu. Bassagítar (rafbassi) hefur yfirleitt 4 strengi sem eru plokkaðir. Uculele hefur fjóra strengi úr næloni og það er Hawaiskt hljóðfæri og mikið notað í þarlendri þjóðtónlist.
Í boði eru.
- Klassískur gítar
- Rafgítar (sem tengdur er við gítar magnara svo hljóð heyrist)
- Rafbassi ( sem tengdur er við bassa magnara svo hljóð heyrist)
- Uculele
Strengjahljóðfæri: Strengjahljóðfæri eiga það sameiginlegt að það er spilað á þau með því að plokka eða slá strengi sem á þeim eru og líka eru notaðir bogar með hárum, oftast hrosshárum til að strjúka strengina.
Strengjahljóðfæri í boði eru.
- Fiðla
- Víóla (Lágfiðla)
- Selló
- Kontrabassi
Harmonika: Harmonika er hljóðfæri sem myndar hljóð með því að það er dregið sundur og saman. Í því er belgur er myndar loft og þá myndast hljóðið. Til eru bæði píanó-og hnappa harmonikur.
Orgel: Kirkju orgel er eitt elsta hljóðfæri heims. Það er er yfirleitt tengt rafmagni nú til dags en hljóðin myndast í pípum þegar nótur eru leiknar. Orgel hafa oftast tvö spila borð en geta haft allt upp í fimm eða fleiri. Einnig er fótpedal sem spannar yfirleitt 2 áttúndir.
Hljómborð: Hljómborð er rafhljóðfæri með mörgun tónstillingum og yfirleitt trommuheila. Hægt er að spila og hafa trommutakt undir.
Tromma: Dæmigerð tromma er hringlaga hólkur úr sérstökum við sem strengt er skinn á og slegið á það með þar til gerðum kjuðum, burstum eða höndum ef um þess konar trommur er að ræða. Í hefðbundnu trommusetti er hi-hat, symbalar, pákur, tom- tom, bassa-og sneriltromma. Síðan eru til pákur, kongó-og bongó trommur.
Í boði.
- Trommusett