Flýtilyklar
Píanó tónleikar
23.04.2024
Á hverju vori koma nemendur í píanóleik saman og halda tónleika.
Þá fá allir tækifæri til að koma fram og flytja lög sem þau hafa æft sérstaklega fyrir þessa tónleika.
Heyra mátti frægustu píanó verkin svo sem Til Elísu, Mínútuvalsinn, Theme from Harry Potter og alls konar fjölbreytta músík útsetta fyrir píanó.
Við þökkum nemendum fyrir fína tónleika og öllum sem mættu á tónleikana fyrir komuna.
Þetta eru nemendur hjá þeim Suncönu Slamnig og Drífu Sig.