Á döfinni.

 

13. og 14.mars. Verða tónleikar á vegum Austuróps í Tehúsinu og í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Nemendur í söngnámi við skólann koma fram á þessum tónleikum.

Austuróp, óperuhópur kynnir sinn fyrsta viðburð, leikna tónleikadagskrá sem dansar á mörkum þess fagra og fáránlega, þess heillandi og hryllilega. Fram kemur einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara af Héraði undir listrænni stjórnun Hlínar Pétursdóttur Behrens. Meðal söngvara eru nemendur úr Fellaskóla.

Tvær sýningar verða:  13. mars kl. 20.00 í Tehúsinu og 14. mars kl. 17.00 í Tónlistarmiðstöð Austurland á Eskifirði. Miðaverð er kr. 2.500 og hægt er að panta miða í Tehúsinu eða kaupa miða við innganginn og panta miða hjá menningarmiðstöðinni á netfanginu johann.johannsson@fjardabyggd.is

Viðburðirnir eru kynntir á facebook.

17.mars Kl:15:15. Verða tónleikar í sal Fellaskóla þar sem nemendur hjá Berglindi, Charles, Wes og Torvald koma fram. Það verða engir gestir aðrir en þeir sem eru að koma fram á tónleikunum sökum stærðar húsnæðis.

24.mars kl:20:00. Verða söngnemendur Hlínar með tónleika í Egilsstaðakirkju kl:20:00. Á efnisskránni verða m.a. passíusálmar og tengd tónlist. Gestir verða velkomnir en þurfa (miðað við núgildandi reglur) að skrifa niður nafn og símanúmer á þar til gert eyðublað við innganginn. Nánar auglýst þegar nær dregur.

14.apríl kl:18:00. Verða nemendur í píanóleik með tónleika í Egilsstaðkirkju. Gestir eru hjartanlega velkomnir, en miðað við núgildandi reglur verða takmarkanir og munu gestir þurfa að skrá sig og skrifa nafn og símanúmer á þar til gert eyðublað við innganginn. Þetta verður nánar auglýst þegar nær dregur.

 


Svæði

Tónlistarskólinn í Fellabæ

Einhleypingi 2, 700 Egilsstaðir / Sími: 4 700 646 / Netfang: tonlistarskoli.fellabae@mulathing.is


Skólastjóri: Drífa Sigurðardóttir