Flýtilyklar
Bubba tónleikar.
Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ nemendur stóđu sig međ stakri prýđi og frábćrt ađ sjá ţau mastera Bubba, í blönduđum aldurshópum ţar sem t.d. voru saman nemendur frá 9-til 16 ára.
Ćfingar og undirbúningur hefur stađiđ yfir frá ţví í september og ţví var ţađ gleđilegt ţegar loks kom ađ tónleikunum.
Nemendur koma flestir úr rythmisku söng-og hljóđfćranámi og var ţađ grunnhljómsveit sem lék međ í flestum atriđum. Einnig mátti sjá munnhörpu, ukkulele, lágfiđlu, klarinett og ţverflautu koma viđ sögu.
Kćrar ţakkir fá Bubba ađdáendurnir Einar Árni Jóhannsson og Hugi Guttormsson fyrir fróđleg innlegg um Bubba og nokkur laganna sem flutt voru.
Viđ ţökkum öllum ţeim fjölmörgu er mćttu til okkar í gćr fyrir komuna og vonum ađ ţeir hafi átt ánćgjulega stund međ okkur í Tónlistarskólanum í Fellabć.