Flýtilyklar
Dagur Tónlistarskólanna og Dyngju-tónleikar.
Fyrst um morgunin var Öystein međ fyrirlestur um tónlist í víđum skilningi fyrir elsta stig grunnskólanema í Fellaskóla og voru nemendur mjög áhugasamir og margar spurningar voru bornar fram.
Fór hann yfir allt frá ţví hvađ vćri tónlist og af hverju sumir eru í tónlist en ađrir ekki og allt ţar á milli.
Mjög áhugavert og frábćrt ađ hafa ađgang af Öystein sem er bćđi međ háskólamenntun í tónlist og líka áhugamađur og svo er hann ađ sjálfsögđu kennari viđ skólann.
Síđan seinna um daginn fór Öystein á Dyngju međ nokkra af nemendum sínum og héldu ţeir tónleika fyrir heimilsfólk og var gerđur góđur rómur af. Alltaf gott og gefandi ađ fara á Dyngju og ţjálfar nemendur í ţví ađ koma fram fyrir áheyrendur.
Viđ hér höfum ţann háttinn á ađ viđ skiptum Dyngjutónleikum niđur á kennara og sjá ţeir um skipulagningu og umsjón ţađ skiptiđ sem ţeir fara ţangađ. Stundum sameinast tveir kennarar um ţađ ađ fara og sjá ţá sameiginlega um skipulagiđ.
Í dag verđur svo opiđ hús hjá okkur, ađallega ćtlađ nemendum og foreldrum /forráđamönnum ţeirra. Ţar taka kennarar á móti gestum og kynna starfiđ og tónlistaratriđi munu rúlla í sal á međan dagskráin setndur yfir.