Flýtilyklar
Dyngju tónleikar í gær.
Í gær héldu nokkrir nemendur okkar tónleika á Dyngju og voru það ýmiskonar jólalög sem hljómuðu.
Nemendur léku á píanó, fiðlu, klarinett, blokkflautu, bjöllur og einnig var söngur.
Það er svo gaman að sjá andlitin lifna við og heyra fólkið taka undir í söngnum með okkur og sjá þau njóta stundarinnar til fulls.
Okkur hlýnar um hjartaræturnar við undirtektirnar og þegar við erum spurð hvort við getum ekki tekið allt prógrammið aftur þá hlýtur eitthvað að hafa hrifið þau er hlýddu á.
Í lokin var svo jólafjöldasöngur, þar sem allir viðstaddir sungu með og það sló líka svona í gegn.
Yndisleg stund og þarna sáum við hvað nemendur gleðja með tónlistarflutningi sínum.