Skólalok voriđ 2020.

Skólaáriđ 2019-2020 stunduđu 83 nemendur nám viđ Tónfell, ţar af voru 17 fullorđnir nemendur sem eru flestir í söngnámi, ađrir eru grunn-og menntaskólanemendur, grunnskólabörn eru um 70% af heildarfjölda nemenda.  Kennarar viđ skólann eru 8 og verđur ţađ svo einnig á komandi ári. Jonathan sem hefur leyst Charles af í vetur mun láta af störfum ţar sem Charles er ađ koma til baka úr ársleyfi. Upplýsingar um kennara eru hér á heimasíđunni og bendi ég einnig á ađ ţar er líka ađ finna skóladagatal og gjaldskrá.

Píanó og gítar eru sem fyrr vinsćlustu hljóđfćrin en einnig er kennt á bassa, slagverk, harmoniku, klarinett, ţverflautu, blokkflautu, túbu og klassískan-og rythmiskan söng. Einnig er kennd tónfrćđi og líka forskóli fyrir nemendur í 1.bekk. 

Veturinn var í meira lagi skrýtin í kjölfar takmarkanna vegna covid. Frá miđjum mars til 4.maí varđ veruleg skerđing á kennslunni vegna takmarkanna og var kennslu á yngsta stigi alveg hćtt og ţeir kennarar er kenna líka í Tóneg máttu ekki koma hér í hús. Einungis voru 3 kennarar sem máttu koma hér inn og var kennsludagurinn frá 9-12, ţannig ađ ţađ er alveg augljóst ađ ţetta var mikill skellur. Sumir kennarar nýttu sér fjarkennslu og gerđu ţađ međ nemendum er ţađ kusu en margir fengu enga kennslu ţennan tíma  og til ađ koma á móts viđ tímamissi var felldur niđur hluti skólagjalda.

Áfangapróf er 5 nemendur áttu ađ taka  hjá okkur í vor frestast til haustsins en hefđbundin stigspróf voru tekin og voru 6 nemendur er tóku hljóđfćrapróf og 12 nemendur tóku stigspróf í tónfrćđi.

Engir tónleikar voru í vor ţar sem viđ vildum leggja áherslu á hefđbundna kennslu ţar sem margir höfđu misst mikiđ úr og ekki voru heldur hefđbundin skólaslit vegna fjöldatakmarkana sem en voru og eru í gildi. Nemendur fengu umsagnir og skýrteini afhent í síđustu kennslustundinni frá sínum kennara.

Nemendum og foreldrum er ţakkađ fyrir gott samstarf og skilning í vetur í hinu fordćmalausa ástandi sem skapađist af völdum covid veirunnar, einnig fćr hiđ frábćra starfsfólk skólans bestu ţakkir fyrir góđ og vel unnin störf.

Megi sumariđ verđa ykkur og okkur öllum farsćlt og gott.


Svćđi

Tónlistarskólinn í Fellabć

Einhleypingi 2, 700 Egilsstađir / Sími: 4 700 646 / Netfang: tonlistarskoli.fellabae@mulathing.is


Skólastjóri: Drífa Sigurđardóttir