Nemendur þáttakendur í fjölskyldu guðsþjónustu.

Áhersla var lögð á þátttöku barna og ungmenna í guðsþjónustunni og því var upplagt að fá nemendur Tónlistarskólans í Fellabæ til að spila og syngja í athöfninni.

Sönghópur úr 3.bekk Fellaskóla flutti frumsamið lag og texta einnig sáu þau um að leiða söfnuðinn í lagasyrpu tengda kirkjuskólanum og undirleikari hjá þeim var Ína Berglind Guðmundsdóttir sem einnig flutti eigið lag og texta.

Öystein Magnús Gjerde er kennarinn þeirra og sá hann um undirbúning með þeim og var þeim til halds og trausts í athöfninni.

Einnig sáu tveir nemendur um for-og eftirspil í athöfninni og voru það þær Thea Sóley Schnabel og Edda Lind Einarsdóttir.

Prestur var sr Brynhildur Elínar Óladóttir og organisti Drífa Sigurðardóttir.

 


Svæði

Tónlistarskólinn í Fellabæ

Einhleypingi 2, 700 Egilsstaðir / Sími: 4 700 646 / Netfang: tonlistarskoli.fellabae@mulathing.is


Skólastjóri: Drífa Sigurðardóttir