Nýjar sóttvarnarreglur.

Varðandi tónleika. Samkvæmt nýjum reglum mega allt að 150 manns vera saman í rými með 1m fjarlægð og grímur og skráning gesta er skylda, einnig þarf húsnæðið að rúma fjöldann og ljóst er að við getum ekki tekið á móti leyfilegum fjölda í húsnæðið okkar. En vel er hægt að halda tónleika með nemendum og kennurum eins og við gerðum um daginn og tókust þeir vel. Eins og staðan er í dag þá  höldum við okkur við reglurnar sem giltu áður, enn hlökkum til að geta boðið óheft á tónleika til okkar og horfum björtum augum til vorsins, því ekkert er leiðinlegra en að takmarka fjölda þeirra er vilja sækja tónleikana okkar, því teljum við að betra sé að bíða með gesti á þá þangað til að rýmkast en meira.

Núverandi reglur fyrir grunnskóla gilda til og með 30.apríl næstkomandi, en hugsanlegt er að þær breytist fyrir þann tíma.


Svæði

Tónlistarskólinn í Fellabæ

Einhleypingi 2, 700 Egilsstaðir / Sími: 4 700 646 / Netfang: tonlistarskoli.fellabae@mulathing.is


Skólastjóri: Drífa Sigurðardóttir