Flýtilyklar
Opið hús.
Við þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar í gær fyrir komuna.
Skemmtileg stund þar sem viðstaddir nutu tónlistarflutnings ýmis konar sem ungir og eldri nemendur ásamt kennurum fluttu.
Tilefnið var Dagur Tónlistarskólanna sem er 7.febrúar ár hvert en venjulega erum við með hefðbundna tónleika á þessum degi en ákváðum að breyta til og bjóða upp á kaffihúsastemningu og gefa gestum tækifæri á að skoða skólann og fræðast um hin ýmsu hljóðfæri og starfsemina almennt. Eins og oft gerist þá flýgur tíminn og það hefði verið gaman að geta haft lengri stund með gestum að loknum tónlistarflutningi en þar sem vel til tókst munum við örugglega gera þetta aftur og þá munum við skipuleggja dagskrána með það að markmiði.