Samaust 2023

Það voru 3 atriði sem fóru fyrir hönd Félagsmiðstöðvarinnar Nýungar á Egilsstöðum og voru þau öll skipuð  nemendum sem eru í Tónlistarskólanum í Fellabæ.

Þetta voru allt krakkar sem eru búin að vera um nokkurt skeið í tónlistarnámi í skólanum og frábært þegar þau taka sig til og ákveða að taka þátt í svona viðburði sem eflir þau í að koma fram og þetta gerðu þau að mestu leiti sjálf, þ.e. að æfa og undirbúa atriðin.

Tvö af lögunum sem þau fluttu voru frumsamin og það hefur verið erfitt verk fyrir dómnefndina að velja atriði til að vera fulltrúi í Samfés sem fram fer síðar í vor.

Ína Berglind sem er nemandi hjá Öystein Gjerde bar sigur úr bítum með lagið sitt Tilgangslausar setningar og óskum við henni góðs gengis með lagið sitt í Samfés keppninni í vor. Það má nefna það að Ína Berglind er líka nemandi við Tónlistarskólann á Egilsstöðum.

Nemendur eru alltaf velkomnir í Tónlistarskólann að æfa og skapa tónlist og hvetjum við þau áfram í því og tökum við þeim fagnandi og hvetjum þau áfram í því að spila og skapa hvort sem er sína eigin músík eða annarra.

 Þetta er þriðji tónlistartengdi viðburðurinn hér á svæðinu þar sem við eigum nemendur sem eru að standa sig frábærlega og gleður það okkur verulega þegar við sjáum afrakstur vinnunnar okkar með þessum hætti.


Svæði

Tónlistarskólinn í Fellabæ

Einhleypingi 2, 700 Egilsstaðir / Sími: 4 700 646 / Netfang: tonlistarskoli.fellabae@mulathing.is


Skólastjóri: Drífa Sigurðardóttir