Stelpu - Popp - Rokk

Við óskum öllum okkar nemendum sem tóku þátt í tónleikunum í gær fyrir frábæra tónleika og og kennurum fyrir allan undirbúning sem hefur staðið yfir síðan um áramót.

Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hvað felst í að halda svona tónleika, en það er mikil vinna sem liggur að baki hjá nemendum og allir eru að gera sitt allra besta.

Það var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur, en flutt voru hetju lög á borð við Alone með hljómsveitinni Heart , Girls just want to have fun með 80´drottningunni Cindy Lauper og svo auðvitað Dúkkulísulagið Svarthvíta hetjan ásamt fleiri bombum, en 10 lög voru á dagskránni og tónleikarnir tóku um eina klukkustund og korter.

Þegar flestir voru á sviðinu þá var leikið á tvö hljómborð, fjóra gítara, einn bassa og trommusett og þrír sáu um að syngja sem segir okkur að utan um haldið er nokkuð mikið.

Einnig má ekki gleyma rótinu, en flytja þarf öll hljóðfæri niður í sal og svo upp aftur ásamt því að raða upp stólum og breyta matsalnum í tónleikasal. Þetta er allt gert í góðri samvinnu við hinn frábæra Fellaskóla og næsta verkefni hjá nemendum okkar hér í Fellabæ er árshátíðarundirbúningur, ásamt fleiri verkefnum sem nú fara í hönd.

Við óskum nemendum og kennurum til hamingju með glæsilega tónleika og undirbúning.


Svæði

Tónlistarskólinn í Fellabæ

Einhleypingi 2, 700 Egilsstaðir / Sími: 4 700 646 / Netfang: tonlistarskoli.fellabae@mulathing.is


Skólastjóri: Drífa Sigurðardóttir