Flýtilyklar
Vortónleikar
Nemendur fluttu tónlist úr ýmsum áttum og voru þeir af öllum skólastigum. Má nefna samspil frá blásurum ásamt ukkulele og fiðlusamspil, einnig komu fram hljómsveitir sem færðu okkur 80´ballöðurokk. Þrír nemendur tóku grunnpróf í síðustu viku og fluttu þeir atriði sem voru á undirbúningslista fyrir prófin þeirra. Það er skemmst frá því að segja að nemendur stóðu sig með prýði og fylltu hjörtu kennara sinna gleði og sýndu það og sönnuðu að starfið hér er að skila tilætluðum árangri. Við þökkum þeim er mættu hjartanlega fyrir komuna.
Það lýður senn að sumarfríi hjá okkur í Tónfell og er síðasta vikan okkar nú að hefja sitt skeið. Skólaslitin eru svo 25.maí kl:18:00.