Flýtilyklar
Fréttir
Kennsla hefst 1. september.
19.08.2016
Kennsla í skólanum hefst 1. september samkvæmt stundaskrám og vegna framkvæmda þá verður kennslan með sama sniði og í vor þ.e við verðum í þeim rýmum í Fellaskóla sem eru laus hverju sinni.
Framkvæmdum á svo að vera lokið um mánaðarmótin sept - okt og þá flytjum við aftur á efri hæðina ef mælingar að framkvæmdum loknum verða hagstæðar.
Lesa meira
Upplýsingar um hljóðfæranám.
19.08.2016
Í vetur munum við ekki taka við nýjum nemendum í trommunám þar sem við höfum því miður ekki kennara í starfið. Önnur hljóðfæri sem eru í boði eru , Píanó, Harmonika, Hljómborð, Gítar, Rafgítar, Rafbassi, Þverflauta, Klarinett, Saxafónn, Blokkflauta og Fiðla. Söngnám er í boði og einnig verður Kórinn á sínum stað í samstarfi við Fellaskóla og verður það auglýst nánar síðar. Forskólanám verður í boði fyrir nemendur í 1. bekk Fellaskóla. Ef spurningar vakna þá hringið í okkur eða sendið tölvupóst, sjá upplýsingar hér fyrir neðan.
Lesa meira
Upphaf skólastarfs.
05.08.2016
Upphaf skólastarfs tónlistarskólans í haust mun bera keim af viðgerðum á Fellaskóla og ljóst er á þessari stundu að það verður ekki með hefðbundnum hætti. Stemmt er að því að staðan verði eins og við enduðum í vor en það er alls ekki hægt að fastsetja neitt. Við munum vera í náinni samvinnu við grunnskólann og hann gengur að sjálfsögðu fyrir varðandi pláss. En viðgerð á að vera lokið um mánaðarmótin sept - okt og þá á allt að komast í rétt horf en fram að því eins og áður kom hér fram verður staðan óljós en við stefnum á að geta byrjað kennslu í byrjun september og staðan skýrist þegar grunnskólinn hefur hafið störf.
Ég vil minna ykkur á að staðfesta umskóknir með því að senda póst á drifa@fell.is.
Nánari fréttir verða settar inn þegar staðan skýrist sem og skóladagatal 2016 - 2017
Lesa meira
Skólaslit tónlistarskólans 20. maí kl:14:15.
10.05.2016
Skólaslit Tónlistarskólans í Fellabæ verða föstudaginn 20. maí kl:14:15.
Ætlast er til að allir nemendur sem hafa þess kost mæti og taki við vitnisburðum og prófskírteinum.
Það eru allir velkomnir og tónlistaratriði verða í boði.
Áætlað er að skólaslitin taki um 30 mínútur.
Lesa meira
Vortónleikar miðvikudaginn 4. maí kl:18:00.
02.05.2016
Vortónleikar skólans verða haldnir miðvikudaginn 4. maí kl:18:00.
Þar flytja nemendur fjölbreytta tónlist úr ýmsum áttum, svo sem úr smiðjum Bítlanna, Muse, Bogomil Font og Baggalúts svo eitthvað sé nefnt.
Aðgangur er ókeypis og það eru allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira
Gleðilegt sumar.
20.04.2016
Á morgun fimmtudag er Sumardagurinn fyrsti og þá er frídagur í skólanum og á föstudaginn er starfsdagur og þá er einnig frí hjá nemendurm. Tónlistarskólinn í Fellabæ óskar öllum gleðilegs sumars með þakklæti fyrir veturinn sem kveður senn.
Lesa meira
Tónleikar miðvikudaginn 24. febrúar kl:18:00 í sal Fellaskóla.
22.02.2016
Næstkomandi miðvikudag verða tónleikar í Tónfell þar sem nokkrir af nemendum flytja okkur fjölbreytta tónlist úr ýmsum áttum. Bæði verða einleikur og samspil ýmiss konar. Það eru allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Starfsdagur og vetrarfrí.
08.02.2016
Þessi vika er með mjög óhefðbundnum hætti hjá okkur hér í tónfell.
Fyrst má telja til Öskudaginn sem er næstkomandi miðvikudag 10. febrúar, en engin kennsla er þennan dag.
Fimmtudaginn 11. febrúar er starfsdagur hjá okkur og engin kennsla en við erum með viðveru frá 9 -11 hér í skólanum en eftir það er sameiginlegur starfsdagur með Tónlistarskólanum á Egilsstöðum.
Föstudaginn 12. febrúar er síðan vetrarfrí.
Lesa meira
Jólatónleikar 15. desember kl:18:00.
07.12.2015
Jólatónleikar Tónlistarskólans verða haldnir þriðjudaginn 15. desember kl:18:00 í sal Fellaskóla.
Þetta verða klassískir tónleikar með hátíðarbrag og verða samspil bæði stór og smá, einnig verða söngnemendur og skólakórinn með atriði.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Að tónleikunum loknum er Tónlistarskólinn komin í jólafrí og hefst kennsla aftur á nýju ári þriðjudaginn 5. janúar samkv stundaskrá.
Set hér með mynd frá jólatónleikunum 2014.
Lesa meira