Fréttir

Haustþing

Föstudaginn 14. september er starfsdagur kennara og þá verður haustþing tónlistarkennara haldið á Neskaupsstað. Af þeim sökum er engin kennsla í Tónlistarskólanum þennan dag.
Lesa meira
Skólabyrjun.

Skólabyrjun.

Fyrsti kennsludagur Tónlistarskólans í Fellabæ er fimmtudagurinn 30. ágúst næstkomandi. Ekki er lengur tekið við nýumsóknum í skólann og biðjum við foreldra/forráðamenn sem ekki hafa þegar staðfest skólavist að gera það nú þegar.
Lesa meira
Vortónleikar í sal Fellaskóla kl:18:00 miðvikudaginn 9. maí.

Vortónleikar í sal Fellaskóla kl:18:00 miðvikudaginn 9. maí.

Fjörið heldur áfram hjá okkur í Tónfell. Vortónleikarnir okkar þetta árið verða haldnir í sal Fellaskóla miðvikudaginn 9. maí kl:18:00. Það eru samspil ýmiskonar sem verða í öndvegi og nemendur af öllum aldursstigum sem spila og syngja af sinni alkunnu snilld. Það eru allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Söng-tónleikar

Söng-tónleikar

Miðvikudaginn 2. maí í Egilsstaðakirkju kl:18:00 verða nemendur í söng með tónleika ásamt hljóðfæraleikurum. Nemendur eru af öllum aldursstigum sem gerir tónleikana bæði fjölbreytta og áhugaverða. Það eru allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Landsmót skólalúðrasveita.

Landsmót skólalúðrasveita.

Um komandi helgi eða 27 - 29 apríl verður Landsmót skólalúðrasveita haldið í Breiðholtinu í Reykjavík. Það fara fjórir nemendur frá okkur og taka þátt í mótinu ásamt 600 öðrum nemendum víðs vegar af landinu. Það er kennarinn þeirra Berglind Halldórsdóttir sem hefur veg og vanda af undirbúningi og fylgir nemendum ásamt foreldrum sem fara einnig með. Eitt er víst að þetta verður lærdómsríkt fyrir krakkana og síðast en ekki síst skemmtilegt. Við óskum þeim góðrar ferðar og skemmtunar.
Lesa meira
Píanó-og hljómborðstónleikar í Egilsstaðakirkju 24. apríl kl:18:00.

Píanó-og hljómborðstónleikar í Egilsstaðakirkju 24. apríl kl:18:00.

Nemendur í píanó og hljómborðsleik verða með tónleika í Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 24. apríl kl:18:00 og leika tónlist fyrir hljómborðshljóðfæri frá ýmsum tímum. Það eru allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Tónleikar 28. febrúar kl:18:00.

Tónleikar 28. febrúar kl:18:00.

Miðvikudaginn 28. febrúar kl:18:00 efnir Tónlistarskólinn í Fellabæ til tónleika. Fram koma nemendur bæði í rythmiskri og klassískri tónlist og af öllum aldursstigum og flytja fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum. Boðið verður upp á söng, einleiks-og samspilsatriði. Það eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Dagur Tónlistarskólanna.

Dagur Tónlistarskólanna.

Annan laugardag í febrúarmánuði ár hvert er Dagur Tónlistarskólanna. 10. febrúar 2018 er því Dagur Tónlistarskólanna í ár. Við í Tónlistarskólanum í Fellabæ verðum með tvenna tónleika í febrúarmánuði til minna á það mikilvæga starf sem fram fer í Tónlistarskólanum og sýna afrakstur vinnu nemenda. Fyrri tónleikarnir verða miðvikudaginn 7. febrúar kl:18:00. Það eru rythmiskir tónleikar þar sem nemendur á öllum aldursstigum koma fram og flytja rokk-og popp tónlist frá ýmsum tímum. Síðari tónleikarnir verða miðvikudaginn 28. febrúar kl:18:00. Það verða blandaðir tónleikar þar sem nemendur bæði í klassísku og rythmisku námi koma fram. Við hvetjum alla sem tök hafa á að mæta á þessa viðburði og fylgjast með tónlistarfólki framtíðarinnar að störfum og þá vinnu sem þau hafa lagt á sig. Það er að sjálfsögðu ókeypis á tónleikana og allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira
Jólatónleikar miðvikudaginn 13. desember kl:18:00.

Jólatónleikar miðvikudaginn 13. desember kl:18:00.

Næstkomandi miðvikudag verða hinir árlegu jóla-hátíðartónleikar Tónlistarskólans í Fellabæ. Þar koma fram nemendur bæði af yngri og eldri stigum skólans sem og úr röðum fullorðinna. Það eru allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þemalausir popp-og rokktónleikar 22. nóvember kl:18:00 í sal Fellaskóla.

Þemalausir popp-og rokktónleikar 22. nóvember kl:18:00 í sal Fellaskóla.

Miðvikudaginn 22. nóvember verða Þemalausir popp-og rokk tónleikar hjá okkur hér í Tónlistarskólanum í Fellabæ. Það er að mestu eldri og lengra komnir nemendur sem stíga á stokk en þó eru nokkrir nemendur úr yngri deildinni sem eru einnig með atriði. Eins og fyrirsögnin ber með sér er ekkert sérstakt þema á þessum tónleikum heldur er farið um víðan völl í poppheiminum og má heyra lög frá hljómsveitum eins og Kansas, Muse og Deep Purple svo einhverjar séu nefndar, svo verða söngatriði þar sem söngleikir og sjónvarpsþættir koma við sögu. Segjum ekki meir, bara um að gera að mæta á miðvikudaginn og sjá þessa frábæru nemendur á sviði og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Svæði

Tónlistarskólinn í Fellabæ

Einhleypingi 2, 700 Egilsstaðir / Sími: 4 700 646 / Netfang: tonlistarskoli.fellabae@mulathing.is


Skólastjóri: Drífa Sigurðardóttir