Fréttir

Jólatónleikar

Jólatónleikar

Jólatónleikar Tónlistarskólans í Fellabæ verða miðvikudaginn 14. desember kl:18:00 í sal Fellaskóla. Það eru samspil stór og smá sem verða allsráðandi og hátíðarblær ríkjandi. Það eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Niðurfelling gjalda.

Hér fyrir neðan er útlistun á niðurfellingu gjalda eftir því hvenær eða hvers vegna nemandi hættir í tónlistarnámi. Þetta á við um alla tónlistarskóla á Fljótsdalshéraði. 1. Öll skólagjöld fást niðurfelld ef nemandi hættir eða minnkar við sig nám fyrir lok fyrstu kennsluviku. 2. Skólagjöld fást niðurfelld frá og með 2. greiðslu ef nemandi hættir eða minnkar við sig nám fyrir 1. október. 3. Skólagjöld fyrir vorönn fást niðurfelld ef tilkynnt er fyrir lok haustannar að nemandi hyggst hætta námi eða minnka við sig nám. Gera má undantekningar á þessum reglum ef um alvarleg veikindi er að ræða eða ef nemandi flytur úr sveitarfélaginu.
Lesa meira
Tónleikar 23. nóvember kl:18:00 í sal Fellaskóla.

Tónleikar 23. nóvember kl:18:00 í sal Fellaskóla.

Miðvikudaginn 23. nóvember verða rythmiskir tónleikar í sal Fellaskóla. Nemendur hafa undirbúið þessa tónleika undanfarnar vikur og þarna koma fram nemendur á ólíkum aldursstigum. Hljómsveitir og ýmis samspil verða sem og ein-og samsöngur. Það má segja að þetta sem uppgjör haustannar og í framhaldinu tekur við undirbúningur og æfingar fyrir jólatónleika sem verða 14. desember og þeir verða nánar auglýstir síðar.
Lesa meira
Kennsla hefst 1. september.

Kennsla hefst 1. september.

Kennsla í skólanum hefst 1. september samkvæmt stundaskrám og vegna framkvæmda þá verður kennslan með sama sniði og í vor þ.e við verðum í þeim rýmum í Fellaskóla sem eru laus hverju sinni. Framkvæmdum á svo að vera lokið um mánaðarmótin sept - okt og þá flytjum við aftur á efri hæðina ef mælingar að framkvæmdum loknum verða hagstæðar.
Lesa meira
Upplýsingar um hljóðfæranám.

Upplýsingar um hljóðfæranám.

Í vetur munum við ekki taka við nýjum nemendum í trommunám þar sem við höfum því miður ekki kennara í starfið. Önnur hljóðfæri sem eru í boði eru , Píanó, Harmonika, Hljómborð, Gítar, Rafgítar, Rafbassi, Þverflauta, Klarinett, Saxafónn, Blokkflauta og Fiðla. Söngnám er í boði og einnig verður Kórinn á sínum stað í samstarfi við Fellaskóla og verður það auglýst nánar síðar. Forskólanám verður í boði fyrir nemendur í 1. bekk Fellaskóla. Ef spurningar vakna þá hringið í okkur eða sendið tölvupóst, sjá upplýsingar hér fyrir neðan.
Lesa meira
Upphaf skólastarfs.

Upphaf skólastarfs.

Upphaf skólastarfs tónlistarskólans í haust mun bera keim af viðgerðum á Fellaskóla og ljóst er á þessari stundu að það verður ekki með hefðbundnum hætti. Stemmt er að því að staðan verði eins og við enduðum í vor en það er alls ekki hægt að fastsetja neitt. Við munum vera í náinni samvinnu við grunnskólann og hann gengur að sjálfsögðu fyrir varðandi pláss. En viðgerð á að vera lokið um mánaðarmótin sept - okt og þá á allt að komast í rétt horf en fram að því eins og áður kom hér fram verður staðan óljós en við stefnum á að geta byrjað kennslu í byrjun september og staðan skýrist þegar grunnskólinn hefur hafið störf. Ég vil minna ykkur á að staðfesta umskóknir með því að senda póst á drifa@fell.is. Nánari fréttir verða settar inn þegar staðan skýrist sem og skóladagatal 2016 - 2017
Lesa meira
Skólaslit tónlistarskólans 20. maí kl:14:15.

Skólaslit tónlistarskólans 20. maí kl:14:15.

Skólaslit Tónlistarskólans í Fellabæ verða föstudaginn 20. maí kl:14:15. Ætlast er til að allir nemendur sem hafa þess kost mæti og taki við vitnisburðum og prófskírteinum. Það eru allir velkomnir og tónlistaratriði verða í boði. Áætlað er að skólaslitin taki um 30 mínútur.
Lesa meira
Vortónleikar miðvikudaginn 4. maí kl:18:00.

Vortónleikar miðvikudaginn 4. maí kl:18:00.

Vortónleikar skólans verða haldnir miðvikudaginn 4. maí kl:18:00. Þar flytja nemendur fjölbreytta tónlist úr ýmsum áttum, svo sem úr smiðjum Bítlanna, Muse, Bogomil Font og Baggalúts svo eitthvað sé nefnt. Aðgangur er ókeypis og það eru allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Lesa meira
Gleðilegt sumar.

Gleðilegt sumar.

Á morgun fimmtudag er Sumardagurinn fyrsti og þá er frídagur í skólanum og á föstudaginn er starfsdagur og þá er einnig frí hjá nemendurm. Tónlistarskólinn í Fellabæ óskar öllum gleðilegs sumars með þakklæti fyrir veturinn sem kveður senn.
Lesa meira

Svæði

Tónlistarskólinn í Fellabæ

Einhleypingi 2, 700 Egilsstaðir / Sími: 4 700 646 / Netfang: tonlistarskoli.fellabae@mulathing.is


Skólastjóri: Drífa Sigurðardóttir