Fréttir

Tónleikar á Dyngju

Tónleikar á Dyngju

Síđastliđin ţriđjudag fóru nemendur Tónlistarskólans í Fellabć á Dyngju og héldu tónleika fyrir dvalarfólk og ađra gesti. Ţađ voru nokkrir af söngnemendum Hlínar Pétursdóttur Behrens sem komu fram og sungu jólalög í bland viđ ađra söngtónlist.
Lesa meira

Skólafréttir

Nú ţegar langt er liđiđ á haustönnina er komin tími til ađ segja ađeins frá skólastarfinu. Allt hefur gengiđ samkvćmt áćtlun og nemendur skólans standa sig međ prýđi og bćta sig dag frá degi eins og vera ber. Kennarar eru átta talsins og sinna sínum verkum af natni og kostgćfni. Gítar og píanó eru sem fyrr vinsćlustu hljóđfćrin en langflestir nemendur eru í söng, bćđi popp-og klassískum og fögnum viđ mjög fullorđnum söngnemendum í tónlistarflóruna okkar, og vonumst til ađ geta tekiđ á móti fleirum á nćsta skólaári. Í haust hafa nemendur tvisvar sinnum fariđ á Dyngju og haldiđ tónleika fyrir dvalargesti ásamt viđkomandi kennurum en viđ í Tónfell eigum fyrsta ţriđjudag í mánuđi á Dyngju og skiptast kennarar á ađ fara međ nemendur. Í október fór Öystein međ hluta af sínum nemendum og Torvald fór svo nú í nóvember, í desember munu Hlín og Drífa sjá um tónleikana og er ţađ síđasta skiptiđ á ţessu ári. Undirbúningur tónleika er stór hluti starfseminnar sem og undirbúningur fyrir próftökur og tók einn nemandi stigspróf í síđustu viku á klarinett sem viđ fögnum mjög og óskum innilega til hamingju. Tónleikar verđa haldnir 27.nóv nćstk og eru ţađ popp-og rokktónleikar, ţessir tónleikar eru árvissir og fyrir ţá eru settar saman hljómsveitir međ nemendum á öllum aldursstigum sem leiđa saman hesta sína og flytja íslenska og erlenda dćgurtónlist. Undirbúningur hefur stađiđ meira og minna yfir í allt haust og verđur gaman sjá afraksturinn. Ađ ţessum tónleikum loknum tekur viđ undirbúningur jólatónleikanna sem verđa 11. desember. Ţađ eru hefđbundnir hátíđartónleikar međ áherslu á samspil/söng ýmis konar og rafmögnun verđur í lágmarki. Báđir ţessir tónleikar eru í sal Fellaskóla og hefjast kl:18:00 og ţađ eru ađ sjálfsögđu allir velkomnir og ađgangur er ókeypis. Viđ ţökkum foreldrum sem nýttu sér foreldravikuna okkar en viljum taka fram ađ foreldrar eru alltaf velkomnir í skólann til okkar. Viđ ţökkum enn og aftur foreldrum/forráđamönnum og velunnurum skólans fyrir samstarfiđ og góđ orđ í okkar garđ. Eins ţökkum viđ öllu starsfólki Fellaskóla fyrir einstaklega góđa samveru og jákvćđni í okkar garđ, enda erum viđ yfirleitt tilbúin ađ hjálpast ađ ţegar eitthvađ er ţar um ađ vera eins og t.d. á ţemadögum sem lauk í gćr svo eitthvađ sé nefnt. Vonumst til ađ sjá ykkur sem flest á komandi tónleikum.
Lesa meira
Kennsla.

Kennsla.

Kennsla í tónfrćđigreinum og forskóli 1. bekkjar hefst 9. september. Haft verđur samband viđ nemendur sem eiga ađ fara í tónfrćđi í nćstu viku og foreldrum nemenda í 1. bekk verđur sendur póstur um skipulag forskóla í lok nćstu viku. Fyrsti kennsludagur er miđvikudagurinn 28. september, ţann dag og dagana ţar á eftir hitta kennarar nemendur sína og í framhaldinu verđa sendar út upplýsingar um tímasetn kennslustunda.
Lesa meira
Af starfsmannamálum.

Af starfsmannamálum.

Kennarar nćsta skólaár verđa ađ mestu ţeir sömu og veriđ hafa nema ađ Charles Ross verđur í ársleyfi. Ráđin hefur veriđ kennari í hans stađ og kemur hann frá Skotlandi sem er skemmtileg tilviljun ţar sem Charles er skoti. Sá heitir Jonathan Law og er hann međ framhaldspróf í fiđluleik, en einnig kennir hann á víólu og selló. Ađrir kennarar verđa sem hér segir, Berglind Halldórsdóttir kemur til baka úr fćđingarorlofi og kennir hún á blásturshljóđfćri og einnig verđur hún međ forskólahópinn og tónfrćđi. Drífa Sig kennir á píanó og söng. Friđrik Jónsson (Frikki) kennir á gítar, rafgítar og bassa. Hlín Pétursdóttir Berhens kennir söng og tónfrćđi. Torvald Gjerde kennir á píanó, harmoniku og söng. Wesley Stepens kennir á slagverk og túbu (barinton horn) Öystein Gjerde kennir á gítar, rafgítar, ucculele, bassa og söng. Viđ höfum nokkur laus pláss á blásturs-og slagverkshljóđfćri og einnig á fiđlu og hvetjum áhugasama ađ sćkja um međ ţví ađ senda tp á drifa@fell.is. Viđ minnum á ađ fullorđnir eru velkomnir í skólann en grunnskólanemendur og nemendur í ME sitja fyrir í nám. Nú í ár er í bođi nám fyrir fullorđna í söng og er ţađ Hlín Pétursdóttir Berhens sem sér um ţađ og verđur námiđ sniđiđ ađ ţörfum hvers og eins. Gjaldskrá skólans má finna á heimasíđu Fljótsdalshérađs. Viđ hlökkum til ađ hitta nemendur, en skólinn hefst 28. ágúst og vonumst viđ til ađ veturinn verđi áhugaverđur og skemmtilegur sem og endranćr.
Lesa meira
Nćsta skólaár.

Nćsta skólaár.

Fyrsti kennsludagur nćsta skólaárs verđur miđvikudagurinn 28. ágúst. Skóladagatal fyrir nćsta skólaár verđur sett inn á heimasíđuna í nćstu viku. Viđ minnum svo alla sem ekki eru ţegar búnir ađ sćkja um eđa stađfesta skólavist ađ gera ţađ sem fyrst.
Lesa meira
Vortónleikar Tónlistarskólans í Fellabć voriđ 2019.

Vortónleikar Tónlistarskólans í Fellabć voriđ 2019.

Nú fara í hönd uppskeruhátíđir Tónfell og verđa međ eftirfarandi hćtti. Föstudaginn 10. maí kl:18:00 í Egilsstađakirkju.: Píanó-tónleikar. Ţriđjudaginn 14 maí kl:17:30 í Egilsstađakirkju.: Söng-tónleikar. Miđvikudaginn 15. maí kl:18:00 í sal Fellaskóla.: Vor-tónleikar. Ţađ eru allir hjartanlega velkomnir og ađgangur er ókeypis inn á alla viđburđi. Hlökkum til ađ sjá ykkur. Nemendur og kennarar.
Lesa meira
Tónleikar miđvikudaginn 27. febrúar kl:18:00 í Sal Fellaskóla.

Tónleikar miđvikudaginn 27. febrúar kl:18:00 í Sal Fellaskóla.

Minni á áđur auglýsta tónleika sem verđa haldnir nćstkomandi miđvikudag kl:18:00. Ţađ eru allir hjartanlega velkomnir og ađgangur er ókeypis.
Lesa meira
Tónleikar 27. febrúar nćstkomandi í Fellaskóla kl:18:00.

Tónleikar 27. febrúar nćstkomandi í Fellaskóla kl:18:00.

Nú er ađ verđa liđin um ţađ bil mánuđur af árinu 2019 og ţá er ekki úr vegi ađ fara ađ huga ađ fyrstu tónleikum ársins, en ţađ verđa haldnir tónleikar í lok febrúar í tilefni Dags Tónlistarskólanna sem var 9. febrúar. Á tónleikunum verđa fjölbreytt atriđi, einleikur, samspil, samsöngur, sem sagt sýnishorn af ýmsum tónlistarstefnum og ţađ verđa nemendur af öllum aldursstigum sem koma fram hvort heldur er um lengra komna eđa ţá sem styttra eru á veg komnir. Annars er allt gott ađ frétta hjá okkur í Tónfell og lífiđ gengur sinn vanagang međ spili og söng eins og lög gera ráđ fyrir. Einn nýr kennari hóf störf hjá okkur nú um áramótin og heitir hún Hlín Pétursdóttir Behrens og er söngkennari. Hún er međ fullorđna nemendur og ţá sem lokiđ hafa einhverju áfangaprófi svo er hún međ elstu söngnemendur Öysteins í hóptíma einu sinni í viku. Viđ vonumst til ađ hún hafi tök á ađ bćta viđ sig nemendum á komandi hausti og fögnum komu hennar til okkar. Berglind Halldórsdóttir er svo komin til baka til okkar heldur fyrr en áćtlađ var ţar sem blásturskennarinn sem viđ höfđum ráđiđ hćtti um áramótin og hún var svo góđ ađ koma fyrr úr fćđingarorlofinu sínu og bjarga okkur og kunnum viđ henni bestu ţakkir fyrir. Á međfylgjandi mynd má sjá fjóra af kennurum skólans á jólatónleikum 2017.
Lesa meira
Jólatónleikar miđvikudaginn 12. desember kl:18:00

Jólatónleikar miđvikudaginn 12. desember kl:18:00

Jólatónleikar Tónlistarskólans í Fellabć verđa haldnir í sal Fellaskóla miđvikudaginn 12. desember kl:18:00. Fram koma nemendur af öllum aldursstigum og flytja okkur fallega og hátíđleta tónlist sem hćfir ađventunni. Ţađ eru allir velkomnir og ađgangur er ókeypis.
Lesa meira
Tónleikar

Tónleikar

Á morgun, miđvikudaginn 21. nóvember kl:18:00 verđa nemendur í rythmisku námi međ popp-og rokk tónleika. Flutt verđa lög úr ýmsum áttum. Ţađ eru allir velkomnir og ađgangur er ókeypis.
Lesa meira

Svćđi

Tónlistarskólinn í Fellabć

Einhleypingi 2, 700 Egilsstađir / Sími: 4 700 646 / Netfang: tonlistarskoli.fellabae@mulathing.is


Skólastjóri: Drífa Sigurđardóttir